s. 770 0727
Þjónustan
Vopnabúrið stendur fyrir samþættri þjónustu, snemmtækri íhlutun, forvörnum og skaðaminnkandi áhrifum. Vopnabúrið býr yfir þremur þjónustustigum fyrir skjólstæðinga sem tekur á þáttum andlegs jafnt sem líkamlegs heilbrigðis þar sem horft er fram á félagslega virkni og frekara jafnvægi í daglegu lífi.
Starfið sjálft snýst um að mæta hverjum og einum þar sem hann er staddur hverju sinni og ekki verið að leitast eftir sökudólgi heldur lausnum og hvernig hægt er að gera betur og bæta fyrir. Þá er rauði þráðurinn Tómstundir og áhugamál þar sem skjólstæðingar geta valið sér þá tómstund/áhugamál og/eða íþrótt sem þeir vilja prófa sig áfram í. Þá er ávallt í boði að skipta út tómstund/áhugamáli/íþrótt ef viðkomandi sér ekki fram að vilja stunda hana áfram. Í gegnum það starf fer fram samtals- og umhverfismeðferð þar sem verið er að grípa það sem er skjólstæðingi efst á baugi hverju sinni hvort sem um ræðir áfall, sorg og/eða að viðkomandi vilji leita lausna á vanda sínum. Leitast er ávallt eftir því að koma á betra jafnvægi í leik og starfi auk aðstoðar með uppsetningu hversdagsrútínu þar sem grunnþarfirnir svefn, næring og hreyfing er í forgrunni. Þá er einnig í boði að sérsniða æfingar- og mataráætlun að hverjum og einum ásamt eftirfylgni. Þá er í boði markviss stuðning inn í hverdagslíf skjólstæðinga ef málefni viðkomandi er þeim mun flóknari. Þá er horft til að koma á betra jafnvægi á milli heimili, skóla, félagslífs, vinnu og tómstunda/áhugamála. Í þessu tilfelli getur verið að ræða um einstaklinga sem þurfa á langvarandi stuðningsþörfum að halda (málefni fatlaðra), einstökum barnaverndarmálum og/eða einstaklinga með hinar ýmsu greiningar. Í slíku tilfelli getur einstaklingurinn verið farinn að sýna merki um m.a. skólaforðun, samskiptaörðugleika, fíkni- og/eða hegðunarvanda, komast í kast við lögin og sækir í óæskilegan félagsskap svo fátt eitt sé nefnt. Þörf er á utanumhaldi heima fyrir og hversdagsrútínu.
Starfið er unnið á grundvelli félagsráðgjafar, atferlisfræða, valdeflingar, lausnamiðaðra- og tengslamyndandi nálgana þar sem hjálp til sjálfshjálpar er fremst í flokki. Þá fer fram meðferðarvinna þar sem unnið er með hinar ýmsu nálganir sem henta hverju sinni. Samvinna við skjólstæðinga er höfð í forgrunni þar sem börnin/ungmennin eru sjálf við stýrið þar sem þau geta tekið sínar eigin ákvarðanir til að hafa áhrif á eigið líf. Þá er notast við athafnasamninga/dagssamninga, sem hafa fræðilegan grunn að sækja til atferlisfræða, sem eru hvatningar- og umbunarkerfi þar sem unnið er með daglegar athafnir og hversdagsleika skjólstæðingsins, en það fer eftir þörfinni hverju sinni hvort slíkt kerfi eigi við. Samningarnir gera skjólstæðingum kleift að hljóta umbun fyrir vel unnin störf. Heildarsýn er höfð að leiðarljósi í hverju máli fyrir sig og öllum steinum velt upp svo vel sé gert. Þá er leitast við að vinna með þá styrkleika sem hver og einn skjólstæðingur býr yfir þar sem þeim er gert hátt til höfuðs og verða rauði þráðurinn í starfinu. Þá er ávallt horft til þess að koma enn frekara jafnvægi á milli heimilis, skóla og tómstunda og eru þar grunnþarfir skjólstæðinga fremst í flokki svefn, næring, hreyfing og félagsleg virkni.
Starfið gengur út frá því að foreldrar/forsjáraðilar, aðstandendur og/eða umönnunaraðilar fái ráðgjöf og stuðning í hvívetna ásamt þeirri meðferðarvinnu sem hentar hverju sinni á meðan unnið er með barnið/ungmennið. Starfið byggist á þverfaglegri samvinnu og eru haldnir reglulegir samráðsfundir með lykilaðilum og þeim sem að málefnum skjólstæðingsins koma hverju sinni.
Vopnabúrið býr yfir ótæmandi lista af tómstundum sem spanna vítt róf m.a. allar tegundir af hjólreiðum, hestamennsku, flugmennska, líkamsrækt af ýmsum toga, akstursíþróttum, hugarró, hugleiðslu/slökun/yoga, tónlistarvinnsla í stúdíói, rafíþróttir, pílukast, bogfimi, skák, ýmisskonar borðspil, allar boltaíþróttir og síðast en ekki síst fræðsla um heilbrigði og jafnvægi í daglegu lífi.
Framkvæmdarstjóri Vopnabúrsins vinnur með skjólstæðingum og býr yfir fagþekkingu og starfar sem félagsráðgjafi Ma með víðtæka reynslu sem barnaverndarstarfsmaður, eftirlitsaðili fyrir barnavernd og áður fyrr sem lögreglumaður og einkaþjálfari. Þá er ávallt horft til þess að fagaðili með tilheyrandi menntun starfi með fjölskyldunni bæði í leik og starfi.
Starfsemi Vopnabúrsins hefur hlotið öll þau tilskilin leyfi sem krafist er og uppfyllir allar þær faglegar lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra úrræða t.a.m. starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitisins, rekstrarleyfi frá embætti landlæknis auk starfsleyfis frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum hvað varðar leyfi er hægt að senda tölvupóst með því að smella á Hafðu samband hnappinn hér fyrir neðan.
ASEBA matslistar
Achenbach System of Empirically Based Assessment
Notast er við ASEBA spurninga- og matslista í starfinu í Vopnabúrinu sem eru stöðluð matstæki og ætlaðir til að meta og gefa vísbendingar um hegðun og líðan, styrkleika og veikleika barna og ungmenna 6-18 ára auk fullorðinna 18-59 ára. Matslistar eru þrír, foreldralisti 6-18 ára, CBCL (Child Behavior Checklist),
kennaralisti 6-18 ára, TRF (Teacher Report Form) og sjálfsmatslisti barna og
unglinga 11-18 ára, YSR (Youth Selv Report).
Hægt er að nota matslistana í ýmsum
tilgangi, hvern lista fyrir sig, til viðbótar öðru eða til samanburðar á niðurstöðum úr
öðrum matstækjum.
Ráðgjöf, stuðningsviðtöl og meðferðarvinna
Ráðgjöf, stuðningur auk meðferðarvinnu stýrt af fagaðila með víðtæka reynslu af barnaverndarstarfi sem fyrrum barnaverndarstarfsmaður, eftirlitsaðili, lögreglumaður og einkaþjálfari. Unnið er á grunni félagsráðgjafar sem snertir á mörgum sviðum t.a.m. nálganir á sviði tengslamyndunar, valdeflingar, lausnamiðaðra nálgana svo fátt eitt sé nefnt. Þá er ávallt horft til heildarsýnar þar sem öllum steinum er velt upp.
Unnið er með það málefni sem brennur á vörum skjólstæðinga hverju sinni hvort sem það eru áföll, sorg, fíkni- og hegðunarvandi, foreldrafærni er ávallt horft er til þess að ná frekara jafnvægi í leik og starfi.
Heilsurækt
Heilsurækt þar sem skjólstæðingar fá VIP þjálfun, einn á einn, í öruggu umhverfi þar sem þeir eru ávallt í fyrsta sæti. Þjálfarinn hefur yfir 20 ára reynslu sem slíkur og getur án efa mætt öllum. Í þjálfuninni er einnig horft til þeirra tómstunda sem skjólstæðingurinn brennur fyrir og æfingar og matarplön því sérsniðin að því að ná enn betri árangri í þeirri tómstund. Þá er fá skjólstæðingar aðgang að Vopnabúrs appi þar sem matar- og æfingarplön er að finna ásamt videóum af öllum æfingum.
Tómstundir og áhugamál
Unnið á faglegum grunni í gegnum leik og starf. Þá spanna tómstundirnar vítt róf og er því um ótæmandi lista að ræða þar sem smíðað er utan um hvern skjólstæðing fyrir sig. Allir hafa eitthvað sem þeir brenna fyrir, vilja gera meira af og ná enn frekari árangri í. Þá er leitað til fagmanna og áhrifamikilla einstaklinga í þeirri tómstund sem skjólstæðingar finna sig í þar sem þeir fá leiðbeiningar og þjálfun til að taka næsta skref lengra.
Fræðsluerindið TÖFF/TOUGH - Vertu besta útgáfan af þér !!!
Forvarnar- og fræðsluerindinu er ætlað að ná til einstaklinga sem leita eftir því að verða betri útgáfa af sér og/eða eru á rangri braut í lífinu og þurfa að breyta útaf. Sjálfsmynd og sjálfstraust er lykillinn í fyrirlestrinum þar sem einkunnarorðin VIRÐING - TRAUST & AUÐMÝKT eru í forgrunni. Farið er yfir þau verkfæri og sjálfsvinnu sem einstaklingar geta nýtt sér til framdráttar í lífinu til að ná frekara jafnvægi í leik og starfi.
Inntak fyrirlestursins eru m.a. birtingarmyndir ofbeldis, samfélagsmiðlar kostir/gallar, sjálfstraust, sjálfsmynd, sjálfsvinna og styrkleikanálgun. Einstaklingar eru hvattir til þess að vilja vera besta útgáfan af sér, vera jákvæðir leiðtogar og fyrirmynd, gefa af sér til annarra og einbeita sér að því sem gefur þeim orku og vellíðan.
Nafn fyrirlestursins #TÖFF/#TOUGH er eins konar orðaleikur, orðin hljóma eins þegar þau eru borin fram en annað hefur jákvæða merkingu en hitt neikvæða. Að vera töff getur þýtt að vera flottur og enska orðið tough merkir að eitthvað sé erfitt. Með því er verið að vísa til þess að lífið er ekki alltaf dans á rósum, við eigum öll góða og slæma daga, sama hver við erum og hvar við erum stödd á lífsleiðinni. Þá er sjálfsvinna mjög erfið fyrir marga en á sama tíma afar mikilvæg.
Vertu fyrirmynd, vertu leiðtogi, vertu besta útgáfan af þér og láttu gott af þér leiða, VERTU TÖFF/TOUGH !!!