s. 770 0727
TÖFF snemmtæk íhlutun í málefnum barna á grunnskólaaldri
Vopnabúrið sinnir snemmtækri íhlutun í málefnum barna á grunnskólaaldri sem glíma við fjölþættar áskoranir. Mennta- og barnamálaráðuneytið veitti Vopnabúrinu styrktarsamning í byrjun árs 2023 fyrir tilraunarverkefninu Töff snemmtæk íhlutun í grunnskólum. Starfið er unnið í nánu samstarfi við sveitarfélag þar sem þverfagleg teymisvinna er í forgrunni og horft er til þjónustu án hindrana. Starfinu er ætlað að leita lausna og leiða fyrir barnafjölskyldur og skólastarfsfólk þegar vandi steðjar að.
Hlaðvarpið Pabbapælingar
Fékk boð nú á dögunum um að koma og vera með í hlaðvarpi sem ber heitið Pabbapælingar Samtalið í þættinum fór annars vítt og breitt m.a. tilurð Vopnabúrsins, að mæta ungmennum/unglingum, innsýn inn í starfið sjálft og hver Bjössi er.
Matsrannsókn á úrræðinu Vopnabúrið
Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja árangur Vopnabúrsins, sem er úrræði fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda. Tilgangurinn var að varpa ljósi á úrræðið sem hefur það að leiðarljósi að bæta félagslega stöðu notenda þess. Leitast var við að skoða hvernig úrræðið mætir þörfum barna með fjölþættan vanda og út frá hvaða aðferðum eða hugmyndafræði er unnið. Einnig var reynt að fá innsýn í reynslu og upplifun barnanna af úrræðinu. Rannsókninni var ætlað að leggja mat á hvort þjónustan og skipulag Vopnabúrsins sé í samræmi við markmið og hugmyndafræði úrræðisins og hvort það mæti þörfum notenda. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við skjólstæðinga Vopnabúrsins um reynslu og upplifun þeirra af úrræðinu ásamt upplýsingaviðtali við stjórnanda þess.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna jákvætt viðhorf notenda Vopnabúrsins til þess. Þarfir notenda eru misjafnar og hver og einn hefur ólík markmið og þætti sem ætlað er að bæta í lífi hans . Fyrri rannsóknir sýna að börn með fjölþættan vanda þurfa sérhæfða og fjölþætta þjónustu sem miðar að samþættingu allra þjónustuþarfa. Hægt er að álykta að þörfum þeirra sé mætt í Vopnabúrinu meðan á meðferðinni stendur þar sem notendur fá að vera með í ákvarðanatöku. Áætlanir barnanna í úrræðinu eru einstaklingsmiðaðar og eru gerðar í samvinnu við þau eftir þörfum hvers og eins.
Niðurstöðurnar benda til þess að skipulag úrræðisins sé í samræmi við markmið þess. Markmið Vopnabúrsins er að leggja áherslu á grunngildi einstaklingsins um svefn, næringu og hreyfingu og ná þar með betri tökum á öðrum þáttum eins og námi, félagslífi og tómstundum. Þær aðferðir sem beitt er í úrræðinu fela í sér að efla félagslega virkni, finna styrkleika notenda og byggja undir þá, efla sjálfstraust og sjálfsmynd ásamt leið til sjálfshjálpar. Í samræmi við þær aðferðir er hugmyndafræði félagsráðgjafar um að mæta notandanum þar sem hann er staddur með valdeflingu og heildarsýn að leiðarljósi.
Vopnabúrið kynnt á Félagsráðgjafaþinginu 2022
Vopnabúrið var kynnt á hinu árlega Félagsráðgjafaþingi þann 13. maí 2022 á Hilton Reykjavík Nordica við góðar undirtektir fagfólks.
Vopnabúr fyrir börn í vanda
Vopnabúrið er nýtt úrræði fyrir börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda sem stofnað var af fyrrverandi lögreglumanninum og barnaverndarstarfsmanninum Birni Má Sveinbjörnssyni Brink. Hann segir úrræði fyrir þennan hóp ungmenna vanta og að nauðsynlegt sé að koma til móts við börnin og vinna með styrkleika þeirra.
Síðdegisútvarpið á RÚV tekur samtalið við framkvæmdarstjóra Vopnabúrsins
Síðdegisútvarpið hafði samband símleiðis við Bjössa til að taka stöðuna og hvernig viðtökurnar hafa verið eftir að úrræðið fór af stað.
Ný löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
Þá fékk nýja löggjöfin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna loksins að líta dagsins ljós. Vopnabúrið fellur vel að nýrri löggjöf og stendur m.a. fyrir samþættri þjónustu, snemmtækri íhlutun, forvörnum og síðast en ekki síst skaðaminnkandi áhrifum. Við viljum sjá Vopnabúrið hreiðra um sig í öllum sveitarfélögum landsins svo allir eigi rétt á sömu þjónustu, engin verður út undan.
Heimsókn Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra í Vopnabúrið
Stór dagur í Vopnabúrinu þar sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og Erna Kristín Blöndal, ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytisins komu í heimsókn. Þau sátu kynningu á úrræðinu sem vakti upp margar áhugaverðar spurningar og vangaveltur. Ljóst er að Vopnabúrið er aðsniðið að farsældarlögunum og á að vera sérúrræði fyrir barnafjölskyldur óháð aðstæðum og hvar fjölskyldan býr. Þá erum við að horfa til þess að þjónusta Vopnabúrsins komi sterkara inn á 1. og 2. stigum í málefnum barna á grunnskólaaldri sem glíma við fjölþættar áskoranir þegar kemur að úrræðum fyrir barnafjölskyldur.
Sagt er að góðir hlutir gerast hægt, að dropinn holi steininn og að þolinmæðin þrautir vinnur allar,,, þetta eru víst orð að sönnu þar sem við í Vopnabúrinu horfum björtum augum á komandi tíma og þær breytingar sem eru í vændum fyrir barnafjölskyldur.
Elko styrkir Vopnabúrið
Núna á dögunum var tölvuherbergi Vopnabúrsins uppfært með tveimur borðtölvum, leikjatölvusettum, leikjastólum ofl. Það gerir okkur kleift að mæta enn frekar þeim börnum og ungmennum sem sækja þjónustuna hjá okkur þegar kemur að tölvuleikjaspilun, tónlistar- og kvikmyndavinnslu ofl.
Elko á heiðurinn skilið fyrir að styrkja Vopnabúrið og erum við þeim afar þakklát fyrir vikið.
Spilavinir styrkja Vopnabúrið
Það gleður okkur að tilkynna það að Spilavinir eru komnir í samstarf við Vopnabúrið. Á dögunum komu þau frá Spilavinum færandi hendi með spil og bækur ásamt fl. sem gerir það að verkum að við getum mætt þeim skjólstæðingum enn frekar sem áhuga hafa á borðspilum, bókalestri ofl.
Spilavinir eiga heiður skilið fyrir frábært framtak og erum við þeim afar þakklát.
Daria styrkir Vopnabúrið með snyrtispeglum
Frábærar fréttir en fyrirtækið Daria styrkti Vopnabúrið á dögunum. Daria styrkti Vopnabúrið með snyrtispeglum sem koma geggjað vel út í snyrtherbergi Vbúrsins. Nú geta skjólstæðingar okkar án efa haft sig til og gott betur en það.
Frábært framtak hjá þeim og eiga þau heiður skilið fyrir vikið og erum við þeim þakklát.
Terma styrkir Vopnabúrið með snyrtivörum
Frábærar fréttir en fyrirtækið Terma styrkti Vopnabúrið á dögunum. Terma styrkti Vopnabúrið með snyrtivörum sem koma skjólstæðingum okkur til góðra nota.
Frábært framtak hjá þeim og eiga þau heiður skilið fyrir vikið og erum við þeim þakklát.
Crystal Nails styrkir Vopnabúrið
Þau hjá Crystal Nails styrktu Vopnabúrið á dögunum þar sem okkur langaði að mæta skjólstæðingum á öllu því sem tengist naglaásetningum. Við erum þeim þakklát fyrir vikið.
Nóa og Síríus styrkir Vopnabúrið
Nóa og Síríus kom færandi hendi með varning fyrir skjólstæðinga Vopnabúrsins, en tekið skal fram að þeir verði að vinna sér inn fyrir honum. Við erum Nóa og Síríus þakklát fyrir þeirra framlag til starfsins.